Blak: Þróttur í kjörstöðu fyrir sæti í úrslitakeppninni

Þróttur Neskaupstað er kominn í kjörstöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Íslandsmóti kvenna í blaki eftir góða byrjun á árinu. Um helgina var Þróttur Reykjavík lagður að velli í Neskaupstað.


Heimaliðið hafði góð tök á leiknum og vann fyrstu tvær hrinurnar 25-13. Gestirnir svöruðu fyrir sig í þeirri þriðju 23-25 en Norðfjarðarliðið vann fjórðu hrinuna 25-19.

Ana María Vidal var langstigahæst með 33 stig, þar af skoraði hún 13 stig beint úr uppgjöf. María Rún Karlsdóttir skoraði 16 stig.

Þróttur er með 22 stig í þriðja sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Stjarnan er í fjórða sætinu með 15 stig og KA í því fimmta með 11 stig. Þróttur hefur unnið bæði liðin í byrjun árs og byggt upp gott forskot.

Styttra er í Aftureldingu sem er í öðru sæti með 24 stig eftir 10 leiki líkt og Þróttur.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Borja González

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.