Blak: Þróttur mætir HK í úrslitakeppninni

Bæði karla og kvennalið Þróttar mæta HK í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Deildakeppninni lauk um liðna helgi.


Kvennaliðið spilaði við Aftureldingu á föstudagskvöld og tapaði 3-1 þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu hrinuna. Heimaliðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigrinum.

Þróttarstelpur enduðu í þriðja sæti og mæta því HK sem varð í öðru sæti í úrslitakeppninni. Fyrsti leikurinn verður syðra þann 11. apríl en Þróttur á heimaleik að kvöldi miðvikudagsins 13. apríl.

Strákarnir spiluðu einnig við Aftureldingu og unnu 0-3 á föstudagskvöld en töpuðu í oddahrinu á laugardag. Fjórða sæti deildarinnar var þar með þeirra hlutskipti.

Andstæðingarnir verða því deildarmeistarar HK. Fyrst verður leikið í Kópavogi 10. apríl en í Neskaupstað þriðjudagskvöldið 12. apríl.

Þau lið sem fyrr vinna tvær viðureignir komast áfram í úrslit.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.