Blak: Þróttur upp að hlið Aftureldingar á toppnum

Þróttur deilir efsta sæti Mizunu-deildar kvenna í blaki með Aftureldingu eftir að hafa lagt Völsung tvívegis að velli í Neskaupstað um helgina.


Fyrri leikurinn var á föstudag og hann vann Þróttur 3-0 eða 25-12, 25-22 og 25-23 í hrinum. Seinni leikurinn á laugardag fór líka 3-0 eða 25-21, 25-21 og 25-18 í hrinum.

Völsungsliðið spilar í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn en leikmenn liðsins eru engir nýgræðingar. Sást það meðal annars á því að meðalaldur Húsavíkurliðsins voru 35,4 ár en 18,9 hjá Þrótti. Þá er einn erlendur leikmaður í Völsungsliðinu sem dró vagninn í seinni leiknum.

Ana Vidal og María Rún Karlsdóttir skoruðu á móti flest stig Þróttar. Þær eru einnig stigahæstar í deildinni. María Rún hefur skorað 112 stig það sem af er hausti og Ana 102.

Frammistaðan hefur skilað Þrótti á topp deildarinnar með 15 stig eftir sjö leiki, við hlið Aftureldingar sem ekki hefur leikið nema 5 leiki. HK er í þriðja sæti en hefur ekki leikið nema fjóra leiki.

Þróttur Reykjavík kemur í heimsókn austur fyrstu helgina í desember og viku síðar heimsækir Þróttur HK í Kópavogi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.