Blak: Tveir 3-0 ósigrar í höfuðborgarferð

Lið Þróttar í úrvalsdeildum karla og kvenna í blaki töpuðu bæði 3-0 um helgina. Karlaliðið fyrir Hamri í Hveragerði, kvennaliðið fyrir Álftanesi.

Hamar hefur verið með besta karlalið landsins síðustu misseri og því viðbúið að leikurinn yrði erfiður fyrir Þrótt. Það kom á daginn því Hamar vann fyrstu hrinuna örugglega, 25-11, þá aðra 25-17 og þá þriðju 25-19.

Miðað við tölfræðina úr leiknum virðist sóknarleikur Þróttar hafa gengið ágætlega, það er Hamar skorar aðeins fimm stigum meira úr smössum í leiknum. Ekki er mikill munur á stigum eftir mistök andstæðing eftir fyrstu hrinuna þar sem Þróttarar virðast hafa verið mistækir.

Hins vegar munar miklu um varnarleik Hamars sem virðist hafa verið afar öflugur því liðið skorar 12 stig úr blokk á móti einu hjá Þrótti. Raul Asensio var annars atkvæðamestur Þróttara í stigaskorinu.

Karlaliðið er í fimmta sæti deildarinnar með fjögur sig úr fjórum leikjum.

Kvennaliðið spilaði móti Álftanesi. Slæmur kafli í lok fyrstu hrinu kostaði hana. Þróttur var vel inni í henni í stöðunni 15-12 en þá hrökk allt í baklás og Álftanes vann 25-15.

Álftanes fylgdi því síðan eftir með að vinna næstu tvær hrinur báðar 25-18. Lucia Carraso var atkvæðamest í liði Þróttar. Samkvæmt tölfræði leiksins liggur munurinn í sóknarleiknum sem virðist hafa fengið afar vel hjá Álftanesi.

Þróttarliðið er án stiga eftir þrjá leiki.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.