Blak: Tvö frá Þrótti í U-19 ára landsliðunum

Tveir leikmenn Þróttar voru í U-19 ára landsliðum Íslands í blaki sem tóku þátt í Norðurlandamótinu sem fram fór í Rovaniemi í Finnlandi í lok október.

Arnar Jacobsen spilaði með drengjaliðinu. Það tapaði 0-3 fyrir Dönum í fyrsta leik en vann síðan England 3-2. Í fjórðungsúrslitum tapaði það fyrir Svíþjóð 0-3. Það mætti Færeyjum og Englandi í umspili um 5. – 7. sætið og tapaði þeim báðum 1-3.

Hrefna Ágústa Marinósdóttir spilarði með stelpnaliðinu. Mánuðurinn var annasamur hjá henni þar sem hún spilaði líka með U-17 ára liðinu á Norðurlandamóti í Danmörku tveimur vikum fyrr.

Stelpnaliðið byrjaði á 0-3 tapi gegn Finnum en vann síðan Noreg 3-1. Leikurinn gegn Dönum í fjórðungsúrslitum tapaðist 1-3 en síðan komu tveir 3-1 sigrar gegn Færeyjum og Englandi þar sem liðið náði fimmta sætinu.

Móðir hennar, Kristín Ágústsdóttir, var einn fararstjóra íslenska hópsins. Þá voru fyrrum leikmenn Þróttar áberandi í þjálfaraliðunum. Borja Gonzalez þjálfaði strákaliðið og Atli Fannar Pétursson, uppalinn Norðfirðingur, var honum til aðstoðar. Þeir þjálfa í dag kvennalið Aftureldingar. Mateo Castrillo þjálfaði stelpnaliðið en hann spilaði með Þrótti áður en hann færði sig til KA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.