Borja og Valal taka við landsliðinu

Borja Gonzalez Vicante og Ana Vidal Valal, blakþjálfarar hjá Þrótti, hafa verið ráðnir landsliðsþjálfarar kvenna fram yfir Smáþjóðaleikana á næsta ári. Þau vonast til að hægt þau geti komið að því að efla íslenskt blak.

„Þetta er mjög spennandi fyrir okkur. Það er stórt skref fyrir okkur að verða landsliðsþjálfarar og við hlökkum til að takast á við það,“ segir Valal.

Emil Gunnarsson, sem verið hefur aðalþjálfari, sagði starfi sínu lausu í byrjun síðustu viku af persónulegum ástæðum og á fimmtudag var tilkynnt um samning við spænska parið. Borja verður aðalþjálfari og Valal honum til aðstoðar.

Þau hafa undanfarin þrjú ár þjálfað hjá Þrótti og halda því áfram.

„Vonir okkar nú snúast um að tengjast leikmönnunum og fá þá til að trúa á verkefnið okkar. Við þekkjum íslenskt blak býsna vel eftir að hafa búið hér í þrjú ár og vonumst til að geta hjálpað við vöxt íþróttarinnar á öllum sviðum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar