Breyttar æfingar hjá Hetti kynntar á fundi í kvöld

Breytt æfingafyrirkomulag hjá yngstu iðkendum íþróttafélagsins Hattar næsta vetur verður kynnt á opnum fundi í Egilsstaðaskóla.

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi æfinga næsta vetur þannig að sex deildir: fimleikar, frjálsíþróttir, körfuknattleikur, knattspyrna, teakwondo og sund sameinast um æfingar fyrir yngstu iðkendurna. Fyrir það greiðist eitt námskeiðsgjald.

Í kynningarbæklingi félagsins segir að ákvörðunin sé afrakstur rýni á brottfalli iðkenda í efstu bekkjum grunnskólana. Með þessu er vonast til að börnum gefist tækifæri til að prófa ólíkar greinar, óháð efnahag, félagslegum þrýstingi eða öðru.

Fyrirkomulagið, sem hlotið hefur nafnið „Allir með“ verður kynnt á opnum fundi í Egilsstaðaskóla klukkan 20:00 í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.