Dragan Stojanovic: Besti leikurinn í fyrri helmingi mótsins

Dragan Stojanovic, þjálfari Fjarðabyggðar, var ánægður með leik síns liðs eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni í annarri deild karla í gær þótt liðið hefði fengið á sig jöfnunarmark þegar skammt var eftir af leiknum.

„Þetta var hörkuleikur, sá besti sem við höfum spilað í fyrri umferð mótsins,“ sagði Dragan eftir leik.

„Leiknir er með frábært lið. Við vissum það fyrir leik en við mættum mjög vel stemmdir til leiks. Þeir eru með mjög góða framherja og geta refsað snarlega ef þeir fá til þess pláss. Mér fannst vörn okkar í seinni hálfleik ekki opnast mikið. Markvörðurinn okkar Peric bjargaði okkur þó þrisvar einu sinni þegar sóknarmenn þeirra sluppu inn fyrir í fyrri hálfleik.“

Leiknir komst í 1-0 eftir rúmt kortér en Fjarðabyggð jafnaði, nokkuð gegn gangi leiksins, rétt fyrir hálfleik og komst yfir strax í upphafi þess seinni. Leiknir sótti almennt meira en Fjarðabyggð nýtti færi sín vel. „Það eru líka gæði í okkar liðið. Við fengum 2-3 færi og skoruðum tvö mörk. Ég held því að jafnteflið sé nokkuð sanngjarnt.“

Jöfnunarmarkið kom eftir snarpa sókn Leiknis sjö mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Þar fengu Leiknismenn bæði vítaspyrnu, sem þeir skoruðu úr, og rautt spjald á Júlíus Stefánsson leikmann Fjarðabyggðar.

„Við vorum 2-1 yfir og ekkert að gerast í leiknum en svo er allt í einu komi á okkur víti og rautt spjald – eins og stundum gerist.“

Fjarðabyggð er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar og hefur nú leikið fjóra leiki í röð án taps. Dragan bendir þó á að hvergi meiri slaka á í seinni helmingi mótsins.

„Það getur orðið okkur erfitt. Jóhann (Benediktsson) er líklega brotinn og Júlíus fékk rautt. Þannig þetta var dýrt stig fyrir okkur því við höfum ekki stóran leikmannahóp. Við verðum að hvíla okkur og undirbúa fyrir næsta leik.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.