Draumurinn að vinna Freyjumenið
„Það er alltaf eitthvað sem maður hefur haldið í síðan maður var lítill, að vinna Freyjumenið og verða glímudrotting Íslands,“ sagði Bylgja Ólafsdóttir í viðtali í þættinum Að austan á N4, sem leit við á glímuæfingu á Reyðarfirði til að kynna sér sextíu ára sögu íþróttarinnar í bænum.
Flesti bendir flest til þess að glíman eigi upphaf sitt í fornum germönskum arfi hafi borist til landsins með landnámsmönnum eins og önnur fangbrögð sem íslendingar iðkuðu. Glíman er alíslensk íþrótt vegna þess að hún hefur aðeins varðveist og þróast hér á landi í gegnum aldirnar.
Rík glímuhefð hefur haldist á Reyðarfirði í tæp sextíu ár. „Ég man eftir þegar keppni var hér austanlands þá voru að koma keppendur frá Seyðisfirði, Borgarfirði eystra og Fáskrúðsfirði, þannig að þetta var hérna víða á Austurlandi. Þetta fylgir svolítið þjálfurunum, við höfum alltaf verið með gott teymi í kringum okkur hér á Reyðarfirði,“ segir Þóroddur Helgason, glímuþjálfari.