Egilsstaðaskóli varð fimmti í Skólahreysti

egs_skolahreystii.jpgLið Egilsstaðaskóla, sem vann Austurlandsriðil Skólahreysti, varð í fimmta sæti í lokakeppninni sem fram fór í Laugardalshöll í seinustu viku.

 

Þau Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir, Andrés Kristleifsson og Stefán Birgisson tóku á öllu sem þau áttu, sýndu frábær tilþrif og höfnuðu í 5. sæti, sem er besti árangur skólans hingað til. Fjórmenningarnir æfa öll íþróttir, meðal annars körfubolta, frjálsar íþróttir og fótbolta, hjá Íþróttafélaginu Hetti og standa framarlega að vígi á landsvísu í sínum greinum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar