Einherji ræður þjálfara fyrir næsta sumar

Dilyan Kolev og Ingvi Ingólfsson verða þjálfarar meistaraflokksliða Einherja í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Kolev hefur búið á Vopnafirði frá árinu 2015 og spilað með meistaraflokki karla. Hann þjálfaði einnig kvennaliðið 2017 og 18.

Hann tók við þjálfun þess á ný um mitt síðasta sumar. Í tilkynningu Einherja segir að strax hafi sést munur á spilamennsku liðsins. Ánægja hafi verið með hans störf og hann alltaf verið fyrsti kostur til að halda áfram með það.

Ingvi mun taka við karlaliðinu en hann kom til Einherja frá Sindra á Höfn um mitt síðasta sumar. Hann var spilandi þjálfari Sindra sumarið 2019 og fram á mitt sumar 2020 er hann lét af störfum.

Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka og meistaraflokk kvenna. Hann er 29 ára gamall og lék sinn meistaraflokksferil hjá Sindra auk hálfs tímabils með Leikni Fáskrúðsfirði.

Ingvi er með UEFA-B þjálfaragráðu auk BS-gráðu í íþróttafræði og M.Ed.-gráðu í menntunarfræðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.