Einherji semur við leikmann frá Moldóvu
Serghei Diulgher, þrítugur varnarmaður frá Moldóvu, er genginn til liðs við Einherja í 3. deild karla í knattspyrnu.
Serghei á að baki góðan feril í heimalandi sínu þar sem hann lék m.a. annars fjóra landsleiki með U-21 árs liði Moldóvu. Hann er alinn upp hjá liðinu Sheriff Tiraspol og var hluti af því liði sem varð bæði deildar- og bikarmeistari tímabilið 2009-2010. Þá varð hann aftur bikarmeistari árið 2013 með liði Tiraspol.
Í fyrra lék Serghei með FC Floresti sem leikur í efstu deild Moldóvu.
Serghei verður orðinn löglegur með Einherja um helgina þegar liðið mætir KFG í Garðabæ en í þeim mun Jón Orri Ólafsson stýra liðinu í fyrsta sinn eftir að hann var ráðinn þjálfari liðsins fyrr í vikunni.