Elísabet Eir og Halldóra Birta valdar í úrtakshóp U16

Elísabet Eir Hjálmarsdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir voru á dögunum valdar í úrtakshóp U16 landliðsins í knattspyrnu. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 4.-6. mars og verða undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara liðsins.



Elísabet Eir og Halldóra Birta eru báðar á yngra ári í þriðja flokk, en báðar eru þær einnig afreksmenn í öðrum íþróttum, Elísabet Eir í fimleikum og Halldóra Birta á skíðum.

„Svona skiptir alltaf miklu máli fyrir félagið,“ segir Helgi Ásgeirsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Fjarðabyggð.

„Þetta er fyrst og fremst hvatning fyrir aðrar stelpur sem eru að æfa fótbolta, en þarna sjá þær hve langt er hægt að ná með því að stunda æfingar af kappi. Okkur vantar fleiri stelpur í fótboltann og þetta verður vonandi hvatning fyrir þær að koma og æfa með okkur.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.