Erfið botnbarátta framundan hjá Fjarðabyggð og Leikni F. - Myndir

Nóg var um að vera í fótboltanum um helgi hjá liðunum á Austurlandi. Síðasta vika var erfið hjá liðunum og almennt hjá austfirsku liðunum. Aðeins eitt þeirra náði í stig.

Í gær lék Fjarðabyggð gegn Reyni Sandgerði á Eskjuvelli í 2. deild karla. Í byrjunarliði Fjarðabyggðar voru Búlgararnir Georgi Slavchev og Lachezar Stankov Georgiev sem báðir gengu til liðs við Fjarðabyggð í síðustu viku. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem úrslitin réðust undir lok leiks þegar Fjarðabyggð jafnaði metin með sjálfsmarki Reynis Sandgerðis en fyrra mark Fjarðabyggðar skoraði Adam Örn Guðmundsson.

Lítið hefur gengið hjá Fjarðabyggð í sumar og leitar liðið enn að fyrsta sigri tímabilsins en liðið situr nú í fallsæti með fimm stig eftir tíu leiki.

Í Njarðvík í gær tóku heimamenn á móti Leikni Fáskrúðsfirði í 2. deild karla. Leiknismenn vilja vafalaust gleyma þessari ferð á Suðurnes sem fyrst þar sem liðið beið afhroð í leiknum og tapaði honum 9-1. Inigo Albizuri skoraði mark Leiknis í seinni hálfleik en í hléi var staðan 5-0. Mikil meiðsli hafa herjað á Leiknisliðið að undanförnu.

Leiknir er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar, sæti ofar en Fjarðabyggð, með níu stig eftir tíu leiki. Stefnir allt í að bæði Fjarðabyggð og Leiknir muni þurfa að leggja allt í sölurnar fyrir síðari umferðina til að halda sér í 2. deildinni. Þau mætast á föstudagskvöld.

Á laugardaginn var spilað í 3. deild karla þar sem Höttur/Huginn tók á móti ÍH frá Hafnarfirði og lék útileik í Vestmannaeyjum við KFS. Höttur/Huginn tapaði sínum leik 1-2 þar sem mark Hattar/Hugins skoraði Knut Erik Myklebust undir lok leiks. Knut Erik lék þar sinn síðasta leik fyrir Hött/Huginn en keppni er að hefjast ný í heimalandi hans Noregi. Þrátt fyrir tapið er Höttur/Huginn enn í efsta sæti deildarinnar með 22 stig eftir tíu leiki.

Einherji tók á móti Tindastóli á laugardag í leik þar sem níu mörk voru skoruð. Því miður fyrir Vopnfirðinga skoruðu gestirnir meirihluta þeirra eða sex. Björn Andri Ingólfsson kom heimamönnum yfir á þriðju mínútu en Pape Mamadou Faye jafnaði tveimur mínútum síðar. Heiðar Aðalbjörnsson kom Einherja aftur yfir á 11. mínútu en gestirnir voru komnir yfir 2-3 fyrir leikhlé.

Þeir bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleik, þar af Pape tveimur en hann skoraði fjögur í leiknum auk þess sem Sverrir Hrafn Friðriksson, fyrrum leikmaður Einherja, skoraði síðasta markið kortéri fyir leikslok. Ismael Trevor skoraði fyrir Einherja á fjórðu mínútu uppbótartíma. Með sigrinum komst Tindastóll upp fyrir Einherja og sendi Vopnafjarðarliðið niður í ellefta sæti.

Myndir úr leik Leiknis gegn KV síðasta miðvikudag og Hattar/Hugins gegn ÍH.

Fotbolti Leiknir Kv 0001 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0012 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0014 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0017 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0021 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0031 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0032 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0038 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0041 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0052 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0057 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0059 Web
Fotbolti Leiknir Kv 0066 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0002 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0007 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0012 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0019 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0021 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0024 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0028 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0029 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0033 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0034 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0039 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0044 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0046 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0056 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0058 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0061 Web
Fotbolti Hottur Ih Juni21 0083 Web



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.