Erna féll úr leik

Fellbæingurinn Erna Friðriksdóttir féll í seinni ferðinni í stórsvigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær en leikarnir fara fram í Vancouver í Kanada. Erna hefur þar með lokið þátttöku sinni á leikunum.

 

erna_fridriksdottir.jpgErna fór brautina á tímanum 2.00,62 mínútum í fyrri ferðinni. Hún var langt komin niður seinni ferðina þegar hún féll.

Bandaríkjakonan Alana Nichols var fljótust niður en tími hennar samanlagt var 2.57.57 mínútur.

Erna hefur þar með lokið keppni á leikunum en hún varð á mánudag fyrsti íslenski keppandinn í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra þegar hún keppti í svigi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.