Erna kláraði báðar ferðar

Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Fellabæ, kláraði báðar ferðarnar í svigi kvenna á vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Vancouver í Kanada. Erna er fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra.

 

erna_fridriksdottir.jpgTími Ernu í fyrri ferðinni var 2:04,05 mínútur og var hún í fjórtánda sæti eftir hana. Tími hennar í seinni ferðinni var 2:40,74 mínútur og samanlagður tími 4:44,79 en Erna endaði í ellefta sæti. Erna var 2:32,74 mínútum á eftir sigurvegaranum, Claudio Loesch frá Austurríki.

Sautján keppendur mættu til leiks en sex féllu úr leik. Erna keppir næst í stórsvigi á þriðjudag.

Úrslitin frá í dag má finna hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar