Fékk viðurkenninguna afhenta sautján árum síðar

Ívar Ingimarsson fékk um helgina afhenta viðurkenningu Morgunblaðsins sem leikmaður ársins á Íslandsmóti karla í knattspyrnu árið 1999.


Ívar spilaði það sumar hjá ÍBV og varð ásamt markverðinum Birki Kristinssyni efstur í einkunnagjöf íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Viðurkenningin markaði tímamót því aldrei áður höfðu tveir leikmenn sama liðs orðið í efsta sæti.

Birkir og Ívar fengu alls 19 M í 18 leikjum. Ekki náðist í Ívar við afhendingu verðlaunanna þar sem hann var staddur í Hollandi við æfingar. Síðasta setning fréttar Morgunblaðsins um verðlaunin er: „Þeir fá viðurkenningar sínar afhentar við fyrsta tækifæri.“

Viðurkenninguna fékk Ívar loks afhenta á herrakvöldi Hattar síðastliðið laugardagskvöld.

Að loknu tímabilinu 1999, þar sem ÍBV varð í öðru sæti Íslandsmótsins, var Ívar lánaður til Torquay í Englandi áður en hann skiptir yfir í Brentford. Þar með var hafinn atvinnumannsferill hans sem stóð til ársins 2012.

Mynd: Höttur

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.