Félagaskipti austfirsku kvennaliðanna

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Einherji hefja leik í Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu í dag. Austurfrétt hefur tekið saman helstu breytingar á leikmannahópum liðanna milli ára.


Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir


Komnar
Alba Prunera frá Spáni
Ashley Orkus frá Bandaríkjunum
Barbara Perez frá Spáni
Natalie Colleen frá Kanada
Ólöf Rún Rúnarsdóttir frá Völsungi
Sofia Lewis frá Bandaríkjunum

Farnar
Ainhoa Plaza til Spánar
Anne Bailey til Bandaríkjanna
Bayleigh Chaviers til Bandaríkjanna
Heidi Giles til FH
Linli Tu til Keflavíkur
María Nicole Lecka til Þórs Akureyri
Yolanda Bonnin til Spánar

Liðið spilar í Lengjudeildinni, næst efstu deild og byrjar á heimavelli gegn KR. Reykjavíkurliðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta haust. Austfjarðaliðið frumsýnir nýja búninga í leiknum í dag. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfar liðið áfram og honum til aðstoðar er Pálmi Þór Jónasson.

Einherji


Komnar
Violeta Mitul frá Spáni

Farnar
Yoana Peralta til Kanada
Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir til Aftureldingareldingar
Jone Morán til Spánar
Aníta Ýr Magnadóttir, hætt
Avonleigh Ann, hætt
Íris Hrönn Hlynsdóttir, meidd

Víglundur Páll Einarsson hefur tekið við þjálfun liðsins. Coni Ion frá Rúmeníu og Margarita Panova frá Moldóvu verða áfram hjá félaginu. Þær spiluðu með því seinni hluta síðasta sumars og fengu félagaskipti til heimalanda sinna í vetur en eru komnar aftur með leikheimild. Þá er Carla Martinez áfram hjá félaginu.

Einherji spilar í 2. deild og hefur leik gegn ÍH í Hafnarfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar