Fimm fyrirtæki styrkja yngri flokka Fjarðabyggðar

kff_styrktarsamningur_web.jpgÍ dag var undirritað samstarfsyfirlýsing Síldavinnslunnar hf, Alcoa Fjarðaáls hf. Launafls ehf., Olíverzlunar Íslands hf.,  Eskju hf., SÚN og yngri flokka Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Undirritað var í Veiðiflugunni á Reyðarfirði, en aðilar yfirlýsingarinnar skuldbinda sig að vinna saman að því að efla tækifæri barna og unglinga í Fjarðabyggð til að æfa og leika knattspyrnu með sem bestri umgjörð. 

 

Öll lið yngri flokka Fjarðabyggðar munu keppa í búningum merktum fyrrgreindra fyrirtækja. Í tilkynningu frá félaginu segir að ljóst sé að með þessum stuðningi styrkist stoðir knattspyrnunnar í Fjarðabyggð og svigrúm skapist til enn frekari uppbyggingar.

Mynd frá vinstri: Benedikt Jóhannsson, Eskju hf., Magnús Helgason, Launafli ehf., Gunnþór Ingvason, Síldarvinnslunni hf., Magnús Ásgrímsson, formaður yngri flokka Fjarðabyggðar, Guðmundur Bjarnason, Alcoa Fjarðaáli, Samúel Sigurðsson, Olíuverslun Íslands hf. og Guðmundur Ingvason, SÚN ásamt leikmönnum úr yngri flokkum Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar