Fjarðabyggð tapaði fyrir Þór

Fjarðabyggð tapaði fyrir Þór frá Akureyri í fyrstu umferð Lengjubikarsins um helgina 0-1. Mark Þórsara, sem voru sterkari aðilinn í leiknum, kom skömmu fyrir leikslok. Leikurinn fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

 

ImageHaukur Ingvar Sigurbergsson, fyrirliði Fjarðabyggðar, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Hann er uppalinn hjá félaginu en lék í tvö ár með KA.

Þá hefur kvennaliðinu borist liðsstyrkur en Petra Lind Sigurðardóttir er komin heim. Hún er alin upp hjá Þrótti en hefur undanfarin ár leikið með KA/Þór og Breiðabliki. Hún var frá seinasta sumar vegna meiðsla. Petra á að baki nokkra U-19 ára landsleiki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.