Fjarðabyggð tapaði í Víkinni

Fjarðabyggð tapaði 2-1 fyrir Víkingi í fyrstu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Egill Atlason, varnarmaður heimamanna, skoraði mark Fjarðabyggðar skömmu fyrir leikslok.

 

fotbolti_vikingur_kff_0035_web.jpgVíkingur þjarmaði að Fjarðabyggð fyrsta hálftímann og skoraði Dofri Snorrason, sem kom nýlega frá KR, bæði mörkin. Eftir það fór mesti skrekkurinn af Fjarðabyggð sem vann sig inn í leikinn. Þrátt fyrir nokkur færi, þar af þrjú sem fóru í tréverkið, tókst Fjarðabyggðarmönnum ekki að koma boltanum í netið og þurftu til þess hjálp frá Agli.

Byrjunarlið Fjarðabyggðar í kvöld var fremur ungt. Fjórir í því voru undir tvítugu og nokkrir rétt um tvítugt. Þá sést skarð fyrirliðans Hauks Ingvars Sigurbergssonar, sem meiddist illa á hné rétt fyrir mót og leikur vart í sumar.

Fjarðabyggð tekur næst á móti ÍA í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 18:30 á föstudag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar