Fjarðabyggð semur við blakdeild Þróttar

Fjarðabyggð hefur ritað undir auglýsinga- og samstarfssamning við Blakdeild Þróttar sem bæjarráð samþykkti á síðasta ári að gera við félagið.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að samningurinn feli í sér að meistarflokkar Þróttar í karla- og kvennaflokki, auk 2. flokks karla og kvenna munu kenna sig við Fjarðabyggð og kynna nafn og merki sveitarfélagsins með ýmsum hætti í sinni starfsemi.

Ennfremur segir að um sé ræða samskonar samning og í gildi er við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar. Samningurinn felur í sér að blaklið félagsins munu hér eftir vera kynnt sem blakdeild Þróttar Fjarðabyggð, auk þess sem merki og nafn sveitarfélagsins verða sýnileg á búningum félagsins og á keppnisvelli.

„Hið öfluga blakstarf sem Þróttur hefur rekið hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarinn ár, og félagið getur verið stolt af því starfi. Blaklið Þróttar hefur um árabil verið í fremstu röð í kvennaflokki og karlalið félagsins er einnig á fullri ferð,“ segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri á vefsíðunni en ritaði undir samninginn af hálfu Fjarðabyggðar.

„Fjarðabyggð er stolt af því öfluga íþróttastarfi sem finna má víðsvegar um sveitarfélagið, og það er okkur mikils virði að blakdeild Þróttar sé nú tilbúinn að stíga þetta skref, og kenna sig við sveitarfélagið. Það hefur ótvírætt auglýsingagildi fyrir okkur, og hjálpar okkur mikið við að koma nafni sveitarfélagsins, og því sem Fjarðabyggð stendur fyrir, enn frekar á kortið.“

Mynd: Frá undirritun samningsins í síðustu viku. Jón Björn Hákonarson og Sigríður Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Blakdeildar Þróttar, í bakgrunni má sjá leikmenn Meistarflokks kvenna. Mynd fjarðabyggð.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.