Fjarðabyggð semur við tvo Búlgara

Fjarðabyggð hefur samið við tvo Búlgara sem eiga að styrkja liðið í þeirri baráttu sem framundan er í 2. deild karla í knattspyrnu.

Fjarðabyggð hefur gengið erfiðlega í sumar og situr sem stendur í fallsæti í 2. deildinni þegar níu leikir eru búnir en fimm stig eru upp í næsta lið. Markaskorun liðsins hefur verið dræm en liðið hefur skorað langfæst mörk deildarinnar.

Leikmennirnir sem nú eru gengnir til liðs við Fjarðabyggð eru þeir Georgi Slavchev, 22 ára gamall sóknarmaður, og Lachezar Stankov Georgiev, 21 árs.

Búast má við að þeir verði báðir í leikmannahóp Fjarðabyggðar sem mætir Reyni Sandgerði á Eskjuvelli næstkomandi sunnudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar