Fjöldi manns í Fjallagöngunni á Fjarðarheiði

Tæplega 50 manns eru skráðir til þátttöku í Fjallagöngunni 2022 sem fram fer á Fjarðarheiði á morgun laugardag en þetta er lokaviðburður Íslandsgöngu Skíðasambands Íslands.

Það er Skíðafélagið í Stafdal sem heldur keppnina en keppendur geta valið um þrjár mismunandi keppnislengdir; frá 5 kílómetra göngu og allt upp í 30 kílómetra langa göngu. Ræst verður út frá klukkan 10 í fyrramálið.

Rúmlega helmingur skráðra keppenda reynir fyrir sér í 30 kílómetra göngunni en áformað er að ganga hringleið inn Stafdalinn, um Vestdalsvatn sem stendur í 600 metra hæð, þaðan að afréttarvatni í Vestdal áður en leiðin liggur til baka í Stafdal. Styttri gönguleiðirnar byrja og enda í Stafdal.

Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, segir að hugmyndin með Íslandsgöngumótunum sé ávallt að búa til einstaka og ekki síður skemmtilega skíðagöngu sem bæði henti trimmurum sem og hörðustu gönguköppum.

Veðurspáin er eins og best verður á kosið fyrir slíka keppni. Veðurstofan gerir ráð fyrir allt að þrettán stiga hita og sólríkt með.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.