Fótbolta-helgin: Huginn sigraði topplið KA

Huginn vann þýðingarmikinn 1-0 sigur á KA á síðasta föstudag. KA er í efsta sæti Inkasso deildarinnar og hefur verið í toppbaráttunni í sumar en Huginn er 11. og næst neðsta sæti. Með sigrinum vænkaðist staða Hugins í töluvert í fallbaráttunni, en þeir eru nú stigi frá því að komast úr fallsæti.

Leiknir er ennþá á botni Inkasso deildarinnar en þeir fengu Grindvíkinga í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina á laugardaginn og töpuðu 1-4. Fjarðabyggð tapaði líka sínum leik á laugardaginn, þeir heimsóttu Keflvíkinga og urðu lokatölur 2-1. Fjarðabyggð er í 9. sæti Inkassodeildarinnar 1 stigi fyrir ofan Huginn. Það eru því austfirsku liðin auk HK sem eru í fallbaráttunni.

Í 2.deild karla heimsótti Höttur KF á Ólafsfjarðarvöll á fimtudaginn og gerði markalaust jafntefli. Á laugardaginn lagði Einherji botnlið 3. deildar karla KFS. Leikurinn var spilaður á Vopnafjarðarvelli og fór 4-3.

Einherji er enn á toppnum í C-riðli 1. deildar kvenna þrátt fyrir að hafa tapað 6-0 fyrir Tindastóli á Sauðárkróksvelli síðasta fimmtudag. Sú sérstaka staða er því komin upp í riðlinum að toppliðið, Einherji, er með neikvæða markatölu. Fjarðab/Höttur/Leiknir vann Sindra 1-0 á Norðfjarðarvelli á föstudaginn í sömu deild, en þær eru sem fyrr í 5. og næst neðsta sæti deildarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar