Fótbolti: Engin flugeldasýning á Fellavelli – Myndir

Huginn nýtti eina alvöru færi leiksins til að slá Hött út úr bikarkeppni karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Fellavelli í gærkvöldi. Fjarðabyggð er úr leik eftir að hafa tapað 0-1 á Norðfirði fyrir Sindra frá Höfn leikur deild neðar.


Pétur Óskarsson skoraði sigurmark Hugins á 49. mínútu eftir að boltinn barst til hans í teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri. Eftir það hafði Huginn tök á leiknum án þess að skapa sér teljandi marktækifæri. Bestu tilraunirnar átti Rúnar Freyr Þórhallsson sem skaut í slá og átti þokkalegt skallafæri.

Seinni hálfleikurinn var aðeins lítils háttar framför frá fyrri hálfleiknum sem var bragðdaufur. „Mér fannst þetta frekar lélegur leikur hjá okkur,“ sagið Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, eftir leikinn. „Það skorti upp á samskiptin, sendingarnar og móttökurnar. Þetta er grunnurinn og þegar hann er ekki til staðar verður annað eftir því.“

Hann fagnaði því hins vegar að komast í 32ja úrslitin „Það er langt síðan Huginn hefur komist þangað.“

Gunnlaugur Guðjónsson, þjálfari Hattar, bar sig vel þrátt fyrir tapið. Þó nokkra leikmenn vantaði í hóp Hattar vegna veikinda, prófa og meiðsla. „Mér fannst við betri en gegn Njarðvík um helgina þar sem við vorum þó nær því að ná úrslitum. Við héldum skipulagi ágætlega og gerðum það sem við lögðum upp með.“

Á Norðfjarðarvelli féll fyrstu deildar lið Fjarðabyggðar úr leik fyrir Sindra á Höfn. Kristinn Snjólfsson skoraði eina markið úr vítaspyrnu eftir klukkutíma leik. Vítið var dæmt á Oumaro Coulibaly sem hljóp aftan í sóknarmann Sindra. Coulibaly fékk sitt annað gula spjald fyrir brotið og léku heimamenn því tíu það sem eftir var leiks. Sindramenn mættu til leiks með þétta vörn og við henni átti Fjarðabyggð engin svör.

32ja liða úrslit bikarkeppninnar fara fram eftir tvær vikur.

Kvennalið Einherja féll úr leik í bikarkeppninni eftir 3-1 tap gegn Völsungi um helgina. Karen Ósk Svansdóttir skoraði mark Vopnafjarðarliðsins sem komst yfir í leiknum. Völsungur tekur á móti Fjarðabyggð/Hetti/Leikni sunnudaginn 22. maí.

Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0001 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0002 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0006 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0011 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0013 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0022 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0037 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0038 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0051 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0055 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0059 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0060 Web
Fotbolti Hottur Huginn Mai16 0070 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.