Fótbolti: FHL deildarmeistari á fríkvöldi

FHL er deildarmeistari í Lengjudeild kvenna árið 2024. Þetta var staðfest í gærkvöldi þótt FHL væri ekki að spila.

Leikurinn sem réði endanlega úrslitum var 4-1 sigur Fram á Gróttu. Eftir sigur FHL á ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum, sem tryggði liðinu sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, var Grótta eina liðið sem átti tölfræðilegan möguleika á að ná FHL.

Hann var alltaf fjarlægur þar sem FHL var með um 30 mörkum betra í markahlutfall. Grótta hélt samt möguleikum sínum á lífi með 1-0 sigri þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi um helgina.

En þeir möguleikar eru nú úr sögunni. Með sigrinum komst Fram líka upp í annað sætið, liðið er jafnt Gróttu með 28 stig en 10 mörkum betra markahlutfall. Sem stendur eru þau lið sex stigum frá næstu liðum í jafnri deild en þau lið eiga eftir þrjá leiki meðan Fram og Grótta eiga tvo.

FHL á næst heimaleik gegn Grindavík á laugardag. Bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað á fundi sínum á mánudag að veita félaginu afreksstyrk í tilefni árangursins. Hann stendur til að afhenda í tengslum við leikinn og halda mótttöku fyrir liðið. Deildarmeistaratitillinn verður væntanlega afhentur í síðasta heimaleik sumarsins, gegn ÍR þann 31. ágúst.

Við þetta má því bæta að Pálmi Þór Jónasson, fyrrum aðstoðarþjálfari FHL, er núna aðstoðarþjálfari Fram. Þá byrjaði Samantha Smith, sem eftir að úrvalsdeildarsætið var tryggt var lánuð til úrvalsdeildarliðs Breiðabliks, á að skora eitt mark og leggja upp tvö í 2-4 sigri á Þrótti Reykjavík.

Í A-úrslitum annarrar deildar kvenna tapaði Einherji 0-1 fyrir Völsungi á Vopnafirði á þriðjudagskvöld.

Mynd: Unnar Erlingsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar