Fótbolti: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir komst yfir gegn Breiðablik – Myndir

Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis er úr leik í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 1-4 tap gegn ríkjandi bikarmeisturum, Breiðabliki, í gær. Austfjarðaliðið komst þó yfir í leiknum.

Það var Ainhoa Plaza sem skoraði markið eftir 64 sekúndna leik þegar hún komst inn í sendingu í vörn Breiðabliks, lék fram hjá Norðfirðingnum Telmu Ívarsdóttur í markinu og sendi boltann í netið.

Um 90 sekúndum síðar var orðið jafnt. Blikar náðu góðri sókn upp hægri kantinn sem endaði í fyrirgjöf, Anne Bailey sló hana út í teiginn en þar hirti Clara Sigurðardóttir frákastið og sendi í netið. Birta Georgsdóttir kom síðan gestunum í 1-2 eftir 16. mínútna leik.

Breiðablik er eitt af bestu liðum landsins, spilaði í Meistaradeild Evrópu síðasta haust meðan FHL er nýkomið í næst efstu deild. Því var alltaf búist við erfiðum leik fyrir Austfjarðaliðið. Það fékk þó sín færi til að jafna, en leikmenn skölluðu annars vegar framhjá af markteig og yfir úr vítateignum, hvort tveggja eftir sóknir upp vinstri kantinn.

Eftir kröftuga byrjun hægðist heldur á leiknum, FHL féll aftar en Breiðablik hélt boltanum. Sú þróun hélt áfram, eftir um klukkutíma leik var FHL orðið mjög aftarlega og virtist sem hraðinn sem Kópavogsliðið gat haldið uppi væri farinn að þreyta heimaliðið. Á 66. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir með góðu skoti upp í fjærhornið og á 71. mínútu setti Helen Ósk Hálfdánardóttir fjórða mark gestanna.

Það sem eftir var leiks var það helst hraði Bjargar Gunnlaugsdóttir á hægri kantinum sem bjó til ógn fyrir Blikana en hún kom inn á þegar um 20 mínútur voru eftir. Við sama tækifæri fór eldri systir hennar, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir út af. Hún spilar með Breiðabliki en heilsaði varamönnum FHL þegar þeir voru að koma inn á. Systurnar eru báðar uppaldar hjá Hetti þótt Áslaug hafi aldri spilað meistaraflokksleik fyrir félagið. Heiðdís Lillýardóttir, þriðji Austfirðingurinn í Blikaliðinu, bar fyrirliðabandið síðustu mínúturnar.

Austfirsku karlaliðinu spiluðu líka um helgina. Höttur/Huginn náði í sitt fyrsta stig í annarri deild karla í sumar þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Víkingi úr Ólafsvík á Fellavelli á laugardag. KFA tapaði 3-0 gegn Ægi í Þorlákshöfn.

Einherji er eina liðið með fullt hús stiga í E riðli fjórðu deildar karla. Liðið vann Spyrni 0-4 á Fellavelli á föstudagskvöld. Helgi Mar Jónsson kom Vopnfirðingum yfir á 7. mínútu og Ruben Mendez skoraði annað mark gestanna á þeirri tíundu. Hann bætti við öðru marki sínu á 45. mínútu. Jose Cascales skoraði fjórða mark Einherja á 93. mínútu. BN tapaði 2-0 fyrir Hömrunum nyrðra.

Myndir: Chris Colombo

Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0010 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0011 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0026 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0032 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0040 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0046 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0051 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0058 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0064 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0079 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0090 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0103 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0109 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0116 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0161 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0166 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0184 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0198 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0203 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0215 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0241 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0250 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0255 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0259 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0272 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0279 Wreb
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0286 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0296 Web
Fotbolti Fhl Breidablik Bikar Mai22 0303 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.