Fótbolti: Fyrsti sigur kvennaliðs Einherja í sumar
Kvennalið Einherja vann sinn fyrsta sigur í sumar þegar liðið lagði Fram á Vopnafjarðarvelli á laugardag. Tvö austfirsk lið eru áfram efst í sínum deildum.Það var Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir sem skoraði eina mark leiks Einherja og Fram á 39. mínútu. Ólöf Ragnarsdóttir, leikmaður Fram, fékk síðan rauða spjaldið þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann Sindra 4-0 í Fjarðabyggðarhöllinni á fimmtudag. Hafdís Ágústdóttir skoraði strax á þriðju mínútu og Freyja Karín Þorvarðardóttir bætti við öðru á 27. mínútu. Þriðja markið skoraði Marta Saez á 63. mínútu en síðasta markið var sjálfsmark á 86. mínútu.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er í efsta sæti annarrar deildar kvenna með fullt hús stiga, 21 stig úr sjö leikjum en Einherji er í tíunda sæti með fimm stig úr sex leikjum.
Höttur/Huginn er komið með fjögurra stiga forskot á toppi þriðju deildar karla eftir leiki helgarinnar. Liðið lagði Dalvík/Reyni á útivelli síðasta fimmtudag. Stefan Spasic skoraði eina markið á 36. mínútu. Gestirnir voru mann færri frá 64. mínútu þegar Arnar Eide Guðjónsson fékk rautt spjald fyrir tvö gul á þremur mínútum.
Einherji tapaði 2-0 fyrir Sindra um helgina. Einherji er í 9. sæti deildarinnar með sjö stig.
Fjarðabyggð tók á móti Haukum í annarri deild karla og tapaði 1-4. Staðan var jöfn í hálfleik eftir að gestirnir höfðu komist yfir á fyrstu mínútu en Marinó Máni Atlason jafnað á 45. mínútu.
Leiknir tapaði 3-2 fyrir Magna á Grenivík. Heimamenn komust yfir á 25. mínútu en Leiknir jafnaði með sjálfsmarki á þeirri fertugustu. Magni komst yfir aftur með marki úr víti strax á annarri mínútu seinni hálfleiks og bætti við öðru marki kortéri síðar. Hilmar Freyr Bjartþórsson minnkaði muninn undir lokin.
Fjarðabyggð er í 11. sæti deildarinnar með fjögur stig en Leiknir í því tíunda með níu stig.
Mynd: UMF Einherji