Fótbolti: Fyrsti sigur vorsins hjá Einherja

Einherji náði í sinn fyrsta sigur í Lengjudeild kvenna á þessari leiktíð þegar liðið vann Augnablik 2-0 um helgina. Höttur/Huginn gerði 2-2 jafntefli við Völsung í Lengjudeild karla en KFA vann Kormák/Hvöt 0-3.

Einherji átti heimaleik gegn Augnabliki sem spilaður var í Boganum á Akureyri. Carla Cuardros kom Einherja yfir á 24. mínútu og Karólína Dröfn Jónsdóttir innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma leiksins.

Með sigrinum komst Einherji upp fyrir Augnablik í 2. riðli C-deildar kvenna í keppninni en Kópavogsliðið er án stiga.

Í 4. riðli B-deildar karla gerði Höttur/Huginn jafntefli við Völsung í Fjarðabyggðarhöllinni á föstudagskvöld. Gestirnir voru komnir í 0-2 eftir sjö mínútur.

Árni Veigar Árnason minnkaði muninn á 43. mínútu. Árni Veigar samdi við úrvalsdeildarlið KA á síðasta sumar en hann verður í láni hjá Hetti/Huginn í sumar. Hrafn Sigurðsson jafnaði á 82. mínútu.

KFA vann Kormák/Hvöt í gær. Marteinn Már Sverrisson skoraði eina mark KFA í fyrri hálfleik en í þeim seinni bætti Marteinn Már með öðru marki. Heiðar Snær Ragnarsson skoraði svo það þriðja.

Höttur/Huginn er í fjórða sæti riðilsins, hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum leik. KFA er efst í riðlinum, hefur unnið alla fjóra leiki sína. Kvennalið FHL var í fríi um helgina.

Uppfært með upplýsingum um leik KFA. Leikskýrsla úr þeim leik var ekki orðin opinber þegar upphaflega fréttin var skrifuð.

Mynd: Dóri Sig


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.