Fótbolti: Fyrsti sigur vorsins hjá Einherja
Einherji náði í sinn fyrsta sigur í Lengjudeild kvenna á þessari leiktíð þegar liðið vann Augnablik 2-0 um helgina. Höttur/Huginn gerði 2-2 jafntefli við Völsung í Lengjudeild karla en KFA vann Kormák/Hvöt 0-3.Einherji átti heimaleik gegn Augnabliki sem spilaður var í Boganum á Akureyri. Carla Cuardros kom Einherja yfir á 24. mínútu og Karólína Dröfn Jónsdóttir innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma leiksins.
Með sigrinum komst Einherji upp fyrir Augnablik í 2. riðli C-deildar kvenna í keppninni en Kópavogsliðið er án stiga.
Í 4. riðli B-deildar karla gerði Höttur/Huginn jafntefli við Völsung í Fjarðabyggðarhöllinni á föstudagskvöld. Gestirnir voru komnir í 0-2 eftir sjö mínútur.
Árni Veigar Árnason minnkaði muninn á 43. mínútu. Árni Veigar samdi við úrvalsdeildarlið KA á síðasta sumar en hann verður í láni hjá Hetti/Huginn í sumar. Hrafn Sigurðsson jafnaði á 82. mínútu.
KFA vann Kormák/Hvöt í gær. Marteinn Már Sverrisson skoraði eina mark KFA í fyrri hálfleik en í þeim seinni bætti Marteinn Már með öðru marki. Heiðar Snær Ragnarsson skoraði svo það þriðja.
Höttur/Huginn er í fjórða sæti riðilsins, hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum leik. KFA er efst í riðlinum, hefur unnið alla fjóra leiki sína. Kvennalið FHL var í fríi um helgina.
Uppfært með upplýsingum um leik KFA. Leikskýrsla úr þeim leik var ekki orðin opinber þegar upphaflega fréttin var skrifuð.
Mynd: Dóri Sig