Fótbolti: KFA eltir Víking Ólafsvík í toppbaráttu annarrar deildar
Knattspyrnufélag Austfjarða styrkti heldur stöðu sína á toppi annarrar deildar karla í knattspyrnu um helgina með 2-1 sigri á ÍR. Rautt spjald og víti snéri leik Hattar/Hugins gegn Dalvík/Reyni.Höttur/Huginn komst yfir gegn Dalvík/Reyni á 41. mínútu á Vilhjálmsvelli á föstudagskvöld. Varnarmaðurinn Stefan Spasic skoraði í kjölfar hornspyrnu.
Á 64. mínútu ver Alberto Lopez boltann á marklínu með hendi. Slíkt mega útileikmenn ekki gera og því dæmt víti auk þess sem Albert fékk rautt spjald. Dalvík/Reynir jafnaði leikinn. Úrslitin réðust svo þegar gestirnir skoruðu tvö mörk undir lok leiksins.
KFA tók á móti ÍR á laugardag. Heiðar Snær Ragnarsson kom KFA yfir á 35. mínútu og Marteinn Már Sverrisson skoraði seinna markið á 56. mínútu. Mark gestanna kom í uppbótartíma.
KFA er í öðru sæti með 20 stig úr 10 leikjum, tveimur frá toppliði Víkings Ólafsvíkur. Höttur/Huginn er í 6. sæti með 14 stig úr 10 leikjum.
FHL spilaði gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í Lengjudeild kvenna um helgina. Heimaliðið vann 1-0. FHL er í 8. sæti með 9 stig úr 9 leikjum.
Í B-riðli fimmtu deildar karla er Spyrnir í 5. sæti með 14 stig úr 8 leikjum. Liðið gerði í síðustu viku 2-2 jafntefli við Samherja á Hrafnagilsvelli. Heimamenn komust í 2-0 eftir um 20 mínútur en Eyþór Magnússon minnkaði strax muninn. Arnór Magnússon, sem kom að láni frá Hetti/Huginn daginn fyrir leik, jafnaði úr víti á 78. mínútu. Gunnar Einarsson, markvörður Spyrnir, varði síðan vítaspyrnu í uppbótartíma.