Fótbolti: KFA tapaði framlengdum úrslitaleik

Keppnisvertíð austfirsku knattspyrnuliðanna lauk um helgina þegar Einherji lék sinn síðasta leik í A-úrslitum 5. deildar kvenna, KFA til úrslita í Fótbolti.net bikarnum og U-20 ára lið FHL til undanúrslita í B-deild. Enginn leikjanna vannst.

FHL komst yfir í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins sem leikinn var á Laugardalsvelli þegar Birkir Ingi Óskarsson skoraði á 54. mínútu. Andstæðingarnir í Selfossi jöfnuðu á 75. mínútu og þannig var staðan eftir venjulegan leiktíma. Selfyssingar skoruðu svo á 99. og 102. mínútu og tryggðu sér bikarinn.

Einherji komst yfir á útivelli í leik sínum gegn KR þegar Karólína Dröfn Jónsdóttir skoraði á 21. mínútu. KR jafnaði á 42. mínútu og skoraði sigurmarkið á 61. mínútu. Úrslitakeppnin reyndist Einherja erfið, liðið náði einu jafntefli í átta leikjum. Þó má hafa í huga að mörg hinna liðanna styrktu sig í aðdraganda úrslitakeppninnar og ágætur árangur verður að teljast að Einherji hafi endað í efsta þriðjungi deildarinnar.

U-20 ára lið FHL lék gegn ÍBV/Grindavík í undanúrslitum B-deildar 2. flokks kvenna í Eyjum um helgina. Björg Gunnlaugsdóttir og Diljá Rögn Erlingsdóttir skoruðu mörk FHL í 3-2 ósigri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.