Fótbolti: KFA tapaði framlengdum úrslitaleik
Keppnisvertíð austfirsku knattspyrnuliðanna lauk um helgina þegar Einherji lék sinn síðasta leik í A-úrslitum 5. deildar kvenna, KFA til úrslita í Fótbolti.net bikarnum og U-20 ára lið FHL til undanúrslita í B-deild. Enginn leikjanna vannst.FHL komst yfir í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins sem leikinn var á Laugardalsvelli þegar Birkir Ingi Óskarsson skoraði á 54. mínútu. Andstæðingarnir í Selfossi jöfnuðu á 75. mínútu og þannig var staðan eftir venjulegan leiktíma. Selfyssingar skoruðu svo á 99. og 102. mínútu og tryggðu sér bikarinn.
Einherji komst yfir á útivelli í leik sínum gegn KR þegar Karólína Dröfn Jónsdóttir skoraði á 21. mínútu. KR jafnaði á 42. mínútu og skoraði sigurmarkið á 61. mínútu. Úrslitakeppnin reyndist Einherja erfið, liðið náði einu jafntefli í átta leikjum. Þó má hafa í huga að mörg hinna liðanna styrktu sig í aðdraganda úrslitakeppninnar og ágætur árangur verður að teljast að Einherji hafi endað í efsta þriðjungi deildarinnar.
U-20 ára lið FHL lék gegn ÍBV/Grindavík í undanúrslitum B-deildar 2. flokks kvenna í Eyjum um helgina. Björg Gunnlaugsdóttir og Diljá Rögn Erlingsdóttir skoruðu mörk FHL í 3-2 ósigri.