Fótbolti: KFA vann sinn riðil í Lengjubikarnum

KFA tapaði ekki leik í fjórða riðli B deildar Lengjubikars karla. FHL vann sinn fyrsta leik í B deild kvenna á þessari leiktíð á skírdag.

Fyrir leik sinn gegn Fjallabyggð á fimmtudag hafði KF unnið alla leiki sína fjóra. Leikurinn í Fjarðabyggðarhöllinni endaði með 1-1 jafntefli. Matheus Bettio Gotler jafnaði fyrir KFA á 54. mínútu, þremur mínútum eftir að gestirnir komust yfir.

KFA fór því taplaust í gegnum riðilinn og náði í 13 stig af 15 mögulegum. Liðið leikur gegn Haukum í undanúrslitum á Dalvík þann 20. apríl.

Höttur/Huginn á enn eftir leik gegn Kormáki/Hvöt sem frestað var fyrir tíu dögum. Um helgina fer bikarkeppni karla af stað þar sem Höttur/Huginn leikur gegn Spyrni á föstudag.

Í B deild kvenna vann FHL sinn fyrsta leik þegar liðið lagði HK á skírdag. Gestirnir komust yfir á 3. mínútu Björg Gunnlaugsdóttir jafnaði á 7. mínútu og Samantha Smith skoraði sigurmarkið á 11. mínútu. Hún er ein fjögurra erlendra leikmanna sem komu til móts við liðið í nýafstaðinni æfingaferð Spánar. FHL er í sjöunda sæti deildarinnar.

Einherji lauk keppni í neðsta sæti C deildar kvenna en liðið vann einn leik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.