Fótbolti: Leiknismenn fögnuðu deildarmeistaratitlinum – Myndir

Leiknir Fáskrúðsfirði leikur í næst efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar eftir 1-3 sigur á Fjarðabyggð í lokaumferð annarrar deildar í dag. Sigurinn tryggði þeim jafnframt deildarmeistaratitilinn og þar með fyrsta titil félagsins í landskeppni í knattspyrnu.

Stundum hefur verið grunnt á því góða í nágrannaslögum liðanna, enda yfirleitt stoltið í húfi. Í dag var það í raun það eina sem Fjarðabyggð spilaði upp á en meira var undir hjá Leikni.

Liðið var í efsta sætinu fyrir daginn með en bæði Vestri og Selfoss gátu komist fram úr ef Leiknir ynni ekki. Þau lið áttu leiki gegn liðum sem höfðu ekki að neinu að keppa enda unnu Vestri og Selfoss sína leiki nokkuð örugglega.

Því var ekki annað í boði fyrir Leikni en að klára sinn leik til að halda í sætið sem liðið hefur setið í stóran hluta sumarsins. Það kostaði fyrirhöfn því Fjarðabyggð varð á undan til að skora, var yfir í hálfleik og jafnt var fram yfir 60. mínútu.

Fjarðabyggð yfir í hálfleik

Á 23. mínútu fékk Jose Romero, sem lék nokkra leiki með Leikni í fyrra, boltann í miðjum teigum með bakið í markið. Hann náði að snúa sér og skjóta, ekki föstu, en þar sem Bergsteinn Magnússon, markvörður Leiknis, var að taka hliðarskref, átti hann erfitt með að bregðast við og boltinn fór inn.

Þess utan voru færin Leiknis. Á 15. mínútu komst Izaro Sanchez í gott færi vinstra megin í teignum en Milos Peric, markvörður Fjarðabyggðar, var snöggur niður og varði boltann út. Þremur mínútum síðar fékk Guðmundur Arnar Hjámarsson gott skot eftir snoturt samspil við Sanchez hægra megin í teignum en skot hans var beint á Peric.

Fyrstu mínúturnar eftir markið fékk Daniel Blanco, sóknarmaður Leiknis, tvö ágæt færi, í því seinna sýndi Peric snögg viðbrögð þegar hann reis upp til að verja frá Blanco sem fylgdi eftir frákasti.

Eftir þetta náði Fjarðabyggð að þétta varnarleik sinn. Flest færi Leiknis byggðust upp á því að komast upp í hornin en sú leið lokaðist um tíma. Í staðinn reyndu Leiknismenn háa bolta inn að teignum sem miðverðir Fjarðabyggðar áttu auðvelt með.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks tókst Leiknismönnum að komast upp vinstra megin með góðu spili. Boltinn barst til Mykola Krasnovskis sem tók boltann á lofti utarlega í teignum og þrumaði honum á markið en enn og aftur sýndi Peric frábær viðbrögð með að ná að slá hann yfir. Eftir hornið skallaði Krasnovskis í þverslánna og strax í kjölfarið var flautað til hálfleiks.

Leiknir nýtir loks færin

Færi Leiknismanna í seinni hálfleik voru ekki jafn mörg, jafnvel ekki jafn góð, en munurinn var að þeir nýttu þau. Strax á 48. mínútu jafnaði Unnar Ari Hansson. Blanco skallaði niður fyrir Unnar sem fór framhjá einum varnarmanni Fjarðabyggðar áður en hann hamraði boltann í nærhornið.

Annað mark Leiknis kom á 61. mínútu. Fyrst kom fyrirgjöf af hægri kanti sem sóknarmönum Leiknis tókst ekki að ná valdi á. Sóknin virtist vera við að renna út en Sanchez náði að bjarga boltanum á endalínunni og vippa boltanum aftur fyrir markið þar sem bakvörðurinn Guðmundur Arnar var mættur þurfi ekki annað en rétt ýta boltanum yfir línuna með höfðinu.

Eftir þetta hafði Leiknir stjórn á leiknum, þótt staðan væri vissulega viðkvæm. Á 76. mínútu yfirgaf Blazo Lalevic völlinn í síðasta keppnisleik sínum. Hann hafði átt góðan leik á miðju Leiknis en hafði tveimur mínútum fyrr fengið gult spjald fyrir að stöðva hraða sókn Fjarðabyggðar með tæklingu.

Sigur Leiknis var síðan tryggður á 85. mínútu. Krasnovskis elti þá uppi langa sendingu inn fyrir vörn Fjarðabyggðar, lék framhjá Peric markverði og renndi boltanum út í teiginn þar sem Blanco kom aðvífandi og innsiglaði deildarmeistaratitil Leiknis.

Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0007 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0010 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0013 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0014 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0016 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0020 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0023 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0027 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0030 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0040 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0044 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0045 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0049 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0060 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0069 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0082 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0083 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0085 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0087 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0103 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0106 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0117 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0128 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0139 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0148 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0155 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0158 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0160 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0162 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0166 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0175 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0176 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0181 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0184 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0197 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0201 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0202 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0211 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0216 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0220 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0227 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0228 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0232 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0233 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0242 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0256 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0263 Web
Fotbolti Kff Leiknir Sept19 0285 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar