Framherji frá Fílabeinsströndinni til Einherja

Moussa Ismael Yann Trevor Sidibé, sem er oftast einfaldlega kallaður Ismael, hefur gengið til liðs við Einherja og mun leika með liðinu í sumar.

Ismael er 24 ára gamall sóknarmaður frá Fílabeinsströndinni en hefur leikið á Spáni frá því hann var unglingur. Síðast lék Ismael með Ciudad de Murcia í fjóru efstu deild Spánar.

Ismael kemur til Einherja þegar liðið er í nokkuð erfiðri stöðu en fyrr í dag hætti Helgi Snær Agnarsson sem þjálfari liðsins en félagið er sem stendur í fallsæti í 3. deildinni. Liðinu hefur vantað markaskorara á tímabilinu en markahæstu menn liðsins eru með þrjú mörk í tíu leikjum.

 

Gera má ráð fyrir að Ismael verði í leikmannahóp Einherja laugardaginn næstkomandi þegar Einherji mætir Víði Garði á útivelli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.