Freyja Karín útnefnd íþróttamaður Fjarðabyggðar

Freyja Karín Þorvarðardóttir, knattspyrnukona úr Þrótti Neskaupstað, var á dögunum útnefnd Íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2021.

I umfjöllun á vefsíðu Fjarðabyggðar segir að Freyja Karín er 18 ára en þrátt fyrir ungan aldur var hún ein af máttarstólpunum í öflugu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis sem tryggði sér sigur í 2. deild kvenna árið 2021 og þar með sæti í 1. deild á komandi keppnistímabili. Freyja Karín skoraði 22 mörk í 15 leikjum með liðinu í sumar og varð markahæsti leikmaður deildarinnar.

Í lok sumars var Freyja Karín síðan  valin besti og efnilegasti leikmaður 2. deildar af þjálfurum liðanna í deildinni.

„Sú hefð hefur skapast að íþróttamaður Fjarðabyggðar sé kynntur við hátíðlega athöfn milli jóla og nýjárs, og þeir sem tilnefndir voru til verðlaunanna hafa þá einnig fengið afhentar viðurkenningar. Vegna sóttvarna var ekki hægt að gera það með þeim hætti að þessu sinni. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, afhenti því Freyju verðlauninn á dögunum á heimili hennar í Neskaupstað,“ segir á vefsíðunni.

Aðrir sem hlutu tilnefningu til íþróttamanns Fjarðabyggðar voru:

Halldóra Birta Sigfúsdóttir – Knattspyrnukona úr Val Reyðarfirði              

Maria Nicole Lecka – Knattspyrnukona úr Austra á Eskfirði           

Viktor Ívan Vilbergsson – Frjálsíþróttamaður úr Leikni Fáskrúðsfirði.

Mynd: Jón Björn Hákonarson afhenti Freyju Karín verðlaunin á heimili hennar á dögunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar