Frítt í sundlaugar á Austurlandi í dag
Enginn aðgangseyrir er í sundlaugar á Austurlandi í dag, sem og víðast hvar á landinu. Þetta er liður í átaki Geðhjálpar sem stendur nú yfir.Félagið stendur nú fyrir átakinu G-vítamín á þorra. Markmið þess er að vekja landsmenn til umhugsunar um geðrækt með að gefa þeim heilræði um hvernig þeir geta gleymt sér í dagsins önn.
Markmið þess að hafa frítt í laugarnar i dag er að hvetja landsmenn til hreyfingar. Heildarlista yfir laugarnar má finna á www.gvitamin.is/sund en á Austurlandi taka eftirtaldar laugar þátt í átakinu:
Selárlaug, Vopnafirði
Sundlaugin Egilsstöðum
Sundhöll Seyðisfjarðar
Stefánslaug Neskaupstað
Sundlaug Eskifjarðar
Sundlaugin Fáskrúðsfirði
Sundlaugin Stöðvarfirði
Sundlaugin á Djúpavogi