Frjálsar: Góður árangur Gabríels Glóa og Hafdísar á MÍ 15-22 ára
Keppendur UÍA, þau Hafdís Anna Svansdóttir og Gabríel Glói Freysson, náðum góðum árangri á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 15-22ja ára. Hafdís Anna keppti svo einni á Meistaramóti fullorðinna um síðustu helgi.Besti árangur þeirra voru gullverðlaun Hafdísar Önnu í 400 metra hlaupi 16 ára stúlkna, þar sem hún hljóp á 1 mínútu og 78 sekúndubrotum. Hún varð einnig önnur í 200 metra hlaupi á 26,93 sekúndum og í 800 metra hlaupi 2:43,57 mínútum. Þá stökk hún 4,3 metra í langstökki sem dugði henni í fjórða sætið þótt hún væri nokkuð frá sínu besta.
Gabríel Glói átti góða helgi að því leyti að hann náði sínum besta árangri í flestum þeirra greina sem hann tók þátt í. Hann varð annar í flokki 15 ára pilta í 800 metra hlaupi á tímanum 2:21,48 mínútum og sömuleiðis í 300 metra hlaupi á 38,03 sekúndum.
Í 80 metra hlaupi varð hann þriðji á 9,70 sekúndum og bætti sig nokkuð frá undanrásunum. Hann fékk einnig bronsverðlaun í spjótkasti þegar hann kastaði 34,04 metra.
Hafdís Anna var síðan einni keppandi UÍA á Meistaramóti fullorðinna sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Hún varð fjórða í 400 metra hlaupi á tímanum 1:01,42. Hafdís Anna tók einnig þátt í 200 metra hlaupi en komst ekki í úrslit með tímann 28,04 sekúndur.
Þá var á báðum mótunum fyrrum félagi þeirra úr UÍA, Birna Jóna Sverrisdóttir, sem nú æfir og keppir með ÍR en hún er í afrekshópi Frjálsíþróttasambandsins fyrir árangur sinn í sleggjukasti. Hún vann sinn flokk á MÍ 15-22 ára þegar hún kastaði þriggja kílóa sleggju 56,93 metra. Í fullorðinskeppninni er keppt með þyngdi sleggju, fjögurra kílóa. Þar kastaði Birna Jóna 48,06 metra og varð fjórða.
Gabríel Glói kemur í mark í spretthlaupi. Mynd: FRÍ/Hlín Guðmundsdóttir