Frumsýndu heimildamynd á 90 ára afmælinu – Myndband

Heimildamynd um sögu Ungmennafélagsins Einherja fram frá stofnun fram á tíunda áratug síðustu aldar var frumsýnd í 90 ára afmæli félagsins um síðustu helgi. Tækifærið var einnig nýtt til að heiðra einstaklinga sem unnið hafa dyggilega fyrir félagið.

Heimildamyndina unnu bræðurnir Heiðar og Bjartur Aðalbjörnssynir. Hún er rúmur hálftími að lengd og inniheldur meðal annars viðtöl við Vopnfirðinga sem eiga minningar sem tengjast upphafsárum félagsins.

Stærstan hluta spilar þó gullaldarlið félagsins sem komst alla leið í næst efstu deild árið 1981 og hélt sér þar sex sumur. Rætt er við bæði fyrrverandi og leikmenn, þar á meðal Ólaf Jóhannesson, sem síðar varð þjálfari íslenska landsliðsins.

Félagið var stofnað þann 1. desember árið 1929 en haldið var upp á afmælið síðasta laugardag. Við það tilefni voru einstaklingar sem unnið hafa dyggilega fyrir félagið heiðraðir. Veitt var í fyrsta sinn heiðursmerki félagsins, sem skiptist í silfur merki fyrir 15 ára starf og gullmerki fyrir 30 ára starf,

Silfurmerki hlutu: Baldur Kjartansson, Bjarney Guðrún Jónsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Helgi Ásgeirsson, Ingólfur Sveinsson, Kristján Davíðsson, Linda Björk Stefánsdóttir, Magnús Már Þorvaldsson, Steindór Sveinsson og Svava Birna Stefánsdóttir. Gullmerki hlutu: Aðalbjörn Björnsson, Einar Björn Kristbergsson og Ólafur Ármannsson.

Þá fengu fjórir einstaklingar, þau Aðalbjörn, Ólafur, Bjarney og Svava starfsmerki Ungmennafélags Íslands.

Meðal atriða á hátíðinni í Vopnafjarðarskóla var frumflutningur á lagi um Einherja eftir Brynjar Davíðsson, sýndar voru ljósmyndir úr sögu félagsins og þá sungu karlakór Vopnafjarðar og grunnskólabörn saman þjóðsöng Íslands.

Við vorum alltaf litla liðið from Heiðar Aðalbjörnsson on Vimeo.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.