Orkumálinn 2024

Glíma: Fimm gullverðlaun á glímumóti

Tólf keppendur frá UÍA komu heim með fimm gullverðlaun af glímumóti í Vogum. Keppt var bæði í flokkum fullorðinna og barna.

Elín Eik Guðjónsdóttir sigraði í flokki 14-15 ára stúlkna eftir úrslitaglímu. Þrír aðrir keppendur þau Sandra Dögg, Matthías Örn og Þórhallur Karl kepptu á barnamótinu, sem var fyrir 15 ára og yngri. Þórhallur Karl náði í brons í flokki 12-13 ára drengja.

Kristín Embla Guðjónsdóttir keppti ein að austan í kvennaflokki. Hún vann opinn flokk með fullt hús vinninga en hafði síðan sætaskipti við Heiðrúnu Fjólu Pálsdóttur úr Njarðvík í +75 kg flokki og varð í öðru sæti.

Flestir keppendur UÍA voru í karlaflokkunum, sex kepptu í opnum flokki karla. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson vann allar sínar glímur, bæði í opnum flokki og +84 kg flokki.

Hákon Gunnarsson, sem er 16 ára, varð í þriðja sæti í báðum flokkum. Hann vann hins vegar í unglingaflokki. Þar lenti félagi hans Ægir Örn Halldórsson í öðru sæti sem og í -84 kg flokki. Í síðarnefnda flokknum vann hann Hjört Elí Steindórsson í úrslitaglímu um sætið.

Til viðbótar við keppendur voru dómarar frá UÍA á mótinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.