Glíma: Fimm Íslandsmeistaratitlar austur

glimumeistararuia2013vef.jpg
Fimm keppendur frá UÍA voru krýndir Íslandsmeistarar í sínum flokkum í glímu eftir lokaumferðina í meistaramótaröð Glímusambands Íslands sem glímd var um helgina. 
 
Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA, Svanur Ingi Ómarsson UÍA og Ásmundur Hálfdán  Ásmundsson UÍA urðu Íslandsmeistarar og Magnús Karl Ásmundsson tvöfaldur Íslandsmeistari.

Magnús Karl vann -80 og -90 kg flokk karla. í léttari flokknum fékk hann fullt hús stiga, vann öll þrjú mót vetrarins. Svanur Ómarsson og Hjörtur Elín Steinþórsson, einnig frá UÍA, urðu í öðru og þriðja sæti í þeim flokki.

Svanur vann sjálfur -80 kg flokk unglinga en þar var Hjörtur Elí í öðru sæti. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson vann +80 kg flokk unglinga og í þriðja sæti í opnum flokki.

Þá vann Eva Dögg Jóhannsdóttir -65 kg flokk kvenna en hún sigraði í öllum þremur stigamótunum í vetur. Hún varð í fjórða sæti í opnum flokki.

Þessi árangur lagði síðan grunninn að sigri UÍA í stigakeppni félaga. UÍA fékk þar 141 stig en HSK varð í öðru sæti með 128,5 stig. Sambandið fékk flest stig í karla- og unglingaflokki og varð í öðru sæti í kvennaflokki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.