Grímur Magnússon heiðraður fyrir störf í þágu blakíþróttarinnar

Grímur Magnússon, blakfrömuður í Neskaupstað, hlaut um síðustu helgi viðurkenninguna Eldmóð sem veitt er fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttarinnar.

Grímur tók á sínum tíma þátt í að stofna blakdeild Þróttar Neskaupstað og eins og segir í frétt Blaksambands Íslands þá sat hann þar bókstaflega við stýrið í fjölda ára, því hann keyrði liðsrútuna hvert sem farið var.

Grímur spilaði með meistaraflokki og þjálfaði alla aldurshópa. Eftir að hans eigin leikmannsferli var hann áfram tilbúinn í þjálfun, dómgæslu og önnur félagsstarf.

Harpa Grímsdóttir, dóttir Gríms, tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd en hún var afhent fyrir úrslitaleiki bikarkeppninnar. Viðurkenningin er veitt til kynningar um Mundínu Ásdísi Kristinsdóttur þeim sem lagt hefur af mörkum óeigingjarnt starf í þágu blakíþróttarinnar á Íslandi.

Harpa, til vinstri, með viðurkenninguna ásamt Þorgerði Kristinsdóttur, systur Mundínu og Kristínu Reynisdóttur. Mynd: Blaksamband Íslands/Mummi Lú


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.