Hattarmenn taka á móti Haukum

Höttur tekur á móti Haukum í kvöld í 1. deild karla í körfuknattleik. Liðið batt enda á átta leikja taphrinu með því að leggja Hrunamenn í suðurferð fyrir hálfum mánuði en tapaði fyrir Val í sömu ferð.

 

karfa_hottur_thorak_web.jpgAkeem Clark, nýi Bandaríkjamaðurinn í liði Hattar, spilaði mjög vel gegn Hrunamönnum en meiddist illa. Hann gat því lítið beitt sér gegn Val og gat lítið æft í seinustu viku.

Pólski miðherjinn Milosz Krajewski spilaði á móti mjög vel með Hrunamönnum. Björn Einarsson, þjálfari Hattar, vonar að þeir verði báðir heilir og tilbúnir í leikinn gegn Haukum í kvöld en hann ætlar að spila þann leik. „Það er komið smá hungur í menn til að vinna leiki.“

Leikurinn hefst klukkan 18:00 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.