Haukar sungu „Þetta er svo létt í lokin“: Myndir

hottur_haukar_22032013_0076_web.jpg
Haukar fögnuðu sigri í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir burstuðu Hött á Egilsstöðum 71-98 í síðustu umferð deildarinnar. Þeir tryggðu sér þar með sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Umspil bíður á móti Hattarmanna.

Lykilmenn gestanna úr Hafnarfirði gáfu strax tóninn fyrir það sem á eftir kom. Emil Borja skoraði fyrstu körfuna með þriggja stiga skoti og Terrance Watson tróð síðan boltanum ofan í. Hattarmenn héldu í við Hauka í fyrsta fjórðungi og staðan í lok hans var 17-24.

Allt hrökk í baklás hjá Hetti í öðrum leikhluta á meðan Haukar gengu á lagið og röðuðu niður stigunum. Fljótlega voru þeir komnir með tíu stiga forskot og það jókst. Sóknarleikur Hattar var stirður en helst var það þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson sem reif liðið áfram með góðum skotum. Í hálfleik var munurinn orðinn 20 stig, 34-54.

Leikurinn hélt áfram á sömu braut. Svo illa gekk Hattarmönnum að þótt þeir fengju fimm skot í sömu sókninni fór ekkert þeirra niður. Haukar brunuðu upp í sókn og skoruðu. Í lok þriðja leikhluta var 46-70.

Besti kafli Hattar í seinni hálfleik var í lok fjórða leikhluta þegar liðið skoraði fyrstu átta stigin og minnkaði muninn niður fyrir tuttugu stig í fyrsta sinn í langan tíma. Nær komust þeir ekki. Varamenn Hauka stóðu á bekknum í lokin, veifuðu rauðu handklæðunum sínum og sungu: „Þetta er svo létt,“ í lokin.

Sæti Hattar í úrslitakeppninni var hins vegar tryggt fyrir leikinn. Liðið mætir Hamri og er fyrsta viðureignin í Hveragerði miðvikudaginn 3. apríl.

Austin Bracey og Eysteinn Bjarni Ævarsson voru stigahæstir Hattarmanna með 18 stig hvor, flest í seinni hálfleik. Viðar Örn skoraði sextán. Terrance Watson skoraði 22 stig fyrir Hauka.
 
hottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpghottur_haukar_22032013.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.