Heiðdís valin í kvennalandsliðið

Heiðdís Lillýardóttir, fyrrverandi leikmaður Hattar, hefur verið valinn í 30 manna landsliðshóp kvenna í knattspyrnu.

Jón Þór Hauksson, nýr landsliðsþjálfari, tilkynnti sinn fyrsta hóp í morgun. Valdir voru 30 leikmenn sem allir spila hérlendis og koma saman til æfinga eftir tíu daga.

Heiðdís lék með Hetti til ársins 2015 að hún skipti yfir í Selfoss og síðan yfir í Breiðablik fyrir sumarið 2017. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er valin í A-landsliðshóp en hún á að baki leiki með U-19 og U-17 ára landsliðunum.

Þá hefur Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem spilaði með yngri flokkum Hattar áður en hún skipti yfir í Völsung og síðar Breiðablik þar sem hún leikur nú, verið valinn í U-19 ára landsliðshópinn sem æfir sömu helgi.

Heiðdís fyrir miðju frá valinu á íþróttamanni Hattar árið 2014. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar