Heimir hættur hjá Fjarðabyggð

Heimir Þorsteinsson hefur látið af störfum sem þjálfari Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu félagsins að loknum síðasta leik liðsins í sumar.

Þar er Heimi þakkað fyrir framlag hans til félagsins og tekið fram að hann hafi gefið félaginu mikið í gegnum árin þótt verkefni sumarsins hafi ekki gengið upp.

Liðið endaði í 11. sæti annarrar deildar karla og féll. Liðið vann aðeins tvo leiki í sumar og var komið fram í 17. umferð þegar sá fyrri kom.

Síðasti leikurinn var 0-3 ósigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði á Eskifjarðarvelli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.