Heimir snýr heim

Heimir Þorsteinsson er tekinn við þjálfun karlaliðs Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar. Hann segist möguleikann hafa komið fljótt upp en verið fljótur að ákvaða sig þegar starfið bauðst.

„Þetta kom óvænt upp. Það var maður í sigtinu sem hætti við á síðustu stundum og ég var beðinn um að aðstoða við að finna þjálfara. Við fórum að ræða málin, Vilberg (Marinó Jónasson) var búinn að lýsa því yfir að hann væri tilbúinn að halda utan um hópinn fyrir austan og svo var gott teymi í kringum hann sem og stjórnin.

Þá var kominn möguleiki á að ég gæti borð ábyrgð á verkefninu að sunnan en komið hingað annað slagið. Vinnustaðurinn minn samþykkti þetta fyrir sitt leyti og þá stóð ég frammi fyrir ákvörðuninni um að gera þetta eða ekki. Ég var fljótur að hugsa því mér þykir vænt um liðið,“ segir Heimir.

Heimir þjálfari liðið fyrst árið 2004, tók svo aftur við því í lok sumars 2008 og var þjálfari út 2012, fyrst með Páli Guðlaugssyni en síðan Hauki Ingvari Sigurbergssyni. Hann þekkir því vel til hjá félaginu.

„Mér líst vel á þetta. Við erum með marga unga og efnilega stráka og það er mikil framundan með liðið en við stefnum á að vera komnir með traustan hóp í maí. Við fáum til okkar fjóra erlenda leikmenn, það er búið að ganga frá því og eigum von á þeim í mars.“

Þrír leikmannanna hafa áður verið hjá Fjarðabyggð, lengst þeirra markvörðurinn Milos Peric, en einn verður nýr. „Okkar væntingar eru ekki komnar á hreint. Við ætlum að slípa liðið saman fyrst í Lengjubikarnum og svo sjáum við hvað setur. Ég er líka að vinna í eldri leikmönnum sem yrðu til staðar fyrir okkur,“ segir Heimir.

Fjarðabyggð er með tvö lið í fimm liða Austurlandsmóti sem stendur nú yfir. Um síðustu helgi gerði KFF 1 jafntefli við Sindra 1-1 en KFF 2 tapaði 3-0 fyrir Leikni. Fyrir viku tapaði KFF 1 1-14 fyrir Leikni.

„Það er gaman að geta spilað fótbolta í janúar og frábært að fá þetta mót. Það sést að liðin eru mislangt komin í sínum undirbúningi. Leiknir er langt á undan hinum, leikmenn þess hafa spilað saman lengi og gáfu okkur kjaftshögg. En það er hluti af þessu, það verður að gjöra svo vel og fara upp brekkurnar, annars verður ekkert úr manni.

Við sjáum svo hvað verður í sumar. Við tökum þetta á jákvæðninni.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.