Helgaruppgjör: Freyja Karín Þorvarðardóttir markahæst í 2. deild

Það var mikið líf í knattspyrnunni um helgina þar sem margir leikir fóru fram.


Á laugardaginn tók Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. á móti Skautafélagi Reykjavíkur í 2. deild kvenna. Austfirðingarnir unnu stórsigur með átta mörkum gegn einu þar sem Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði þrennu og er nú kominn með tólf mörk í deildinni og orðin markahæst þegar fjórir leikir eru eftir.

 

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er í toppsæti deildarinnar og ekkert virðist ætla að stöðva liðið að komast í úrslitakeppni 2. deildar.

 

Í sömu deild mætti Einherji Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda og tapaði Einherji þeim leik með þremur mörkum gegn einu. Lítið hefur gengið hjá Einherja í 2. deild kvenna í ár.

Hjá körlunum gekk flest allt á afturfótunum hjá liðunum frá Austurlandi og töpuðu öll liðin nema Höttur/Huginn. Í 2. deild tapaði Leiknir F. á móti Haukum 3-0, Fjarðabyggð tapaði á heimavelli gegn Þrótti Vogum 0-4 og Einherji tapaði 2-1 gegn Knattspyrnufélagi Garðabæjar.


Höttur/Huginn vann Tindastól 2-0 en bæði mörk Hattar/Hugins skoraði Arnar Eide Garðarsson.
Forysta Hattar/Hugins er orðin góð í 3. deild karla þar sem liðið er í toppsætinu með 26 stig eftir 12 umferðir, fjórum stigum frá næsta liði.


Staða annarra liða á Austurlandi er öllu verri. Einherji situr á botni 3. deildar með sjö stig, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni en liðið hefur ekki unnið leik síðan í byrjun júní.


Fjarðabyggð hefur enn ekki unnið leik í 2. deild og vermir liðið botnsætið með fimm stig eftir tólf umferðir. Róðurinn verður þungur fyrir Fjarðabyggð í botnbaráttunni því sjö stig eru upp í öruggt sæti, en í því situr Leiknir F. sem stendur með tólf stig og er því enn í botnbaráttu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.