Helgi Snær Agnarsson hættur sem þjálfari Einherja

Einherji og Helgi Snær Agnarsson hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um starfslok Helga Snæs hjá félaginu. Þetta tilkynnt félagið nú fyrir stundu.

Það vakti athygli rétt fyrir knattspyrnusumarið að Einherji réði Helga Snæ sem þjálfara liðsins, en hann er aðeins 22 ára gamall og því meðal yngstu manna sem þjálfað hafa meistaraflokk hérlendis síðustu ár.

„Ég vil þakka fyrir minn tíma á Vopnafirði. Allir sem eru í kringum þetta vonandi vita að ég lagði mig allan fram í verkefnið. Ég dýfði mér ofan í djúpu laugina og er stoltur af sjálfum mér. Ég skilað öllu af mér sem ég átti fram að færa og óska Einherja velgengni í sumar,“ segir Helgi Snær í yfirlýsingu vegna starfslokanna.

„Einherji þakkar Helga Snæ sömuleiðis fyrir gott og heiðarlegt samstarf. Helgi sýndi mikinn kjark með því að koma austur til Vopnafjarðar og taka við liðinu á erfiðum tímapunkti,“ segir í yfirlýsingu Einherja.

Tímabilið hefur gengið erfiðlega hjá Einherja það sem af er tímabili og situr liðið í fallsæti með sjö stig eftir tíu leiki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.