Hjólakraftur: „Æfingar þar sem hver og einn er á sínum forsendum“

Hjólakraftur Austurland er nýtt verkefni á Egilsstöðum fyrir krakka á aldrinum 11-18 ára sem hafa áhuga á hjóla, hreyfa sig og hafa gaman.



Hjólakraftur er verkefni sem Þorvaldur Daníelsson hefur haldið úti víða um land og nú hefur Austurland bæst í hópinn.

Þorvaldur er vanur hjólari og mun koma austur hálfsmánaðarlega og vera með skemmtilegar æfingar á föstudögum og laugardögum. Auk þess verða æfingar alla mánudaga og miðvikudaga sem heimaþjálfararnir Adda Steina Haraldsdóttir, Gauti Brynjólfsson, Hildur Bergsdóttir og Þórdís Kristvinsdóttir munu sjá um.


Hjólum og hreyfum okkur saman

„Hjólakraftur er fyrir alla. Helst langar okkur þó að hitta krakka á aldrinum 12-18 ára sem við skiptum svo niður eftir aldri.

Ég er oft spurður að því hvað við erum að gera og svarið er í rauninni ótrúlega einfalt – við erum að hjóla og við erum að hreyfa okkur. Við erum ekki í neinni keppni hvert við annað, síður en svo, en veitum hvert öðru þó ágætt aðhald. Mikið er lagt upp úr jákvæðni, hvatningu og gleði á æfingum og þar er hver og einn er á sínum forsendum,“ segir Þorvaldur.


Skemmtilegar keppnir framundan fyrir áhugasama

Hjólurum býðst að taka þátt í WOW-cyclothoni sem fram fer um miðjan júní, en það er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er hringinn í kring um landið með boðsveitarformi, ýmist einn, fjórir eða tíu hjólreiðamenn skipta með sér kílómetrunum 1358. Hjólað er um þjóðveg eitt að undanskyldu að farið er um Hvalfjörð og yfir Öxi og um Suðurstrandarveg og endað á Krýsuvíkurvegi í Hafnarfirði.

Auk þess verður boðið upp á sérstakan unglingaflokk í Tour de Orminum 13. ágúst.

„Þó svo að þessar keppnir standi til boða er hópurinn ekki síður ætlaður þeim sem bara langar að hreyfa sig og hafa gaman í góðum félagsskap. Auk þess að vera hrikalega dugleg að hjóla, munum við brjóta æfingar upp annað slagið með annarskonar útivist og jaðaríþróttum.

Fyrir foreldra sem langar að vera með í fjörinu, er rétta að benda á Facebook-hópinn Hjólaormar á Héraði, en þar er vettvangur fullorðinna hjólara á öllum getustigum og verð ég með æfingar fyrir þann hóp líka.“

Æfingar hefjast 1. apríl en þá kemur Þorvaldur Hjólakraftakarl í fyrstu ferð austur. Mæting er við sundlaugina á Egilsstöðum klukkan 15:30. Hér er hægt að fylgjast með heimasíðu Hjólakrafts á Austurlandi.

Þátttökugjald er 2500 kr á mánuði og tekið er á móti skráningum gegnum netfangið netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.